2009
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
| Ár |
| Áratugir |
| Aldir |
Árið 2009 (MMIX í rómverskum tölum) var í gregoríanska tímatalinu almennt ár sem byrjaði á fimmtudegi.
Helstu atburðir[breyta | breyta frumkóða]
Janúar[breyta | breyta frumkóða]
- 1. janúar – Slóvakía tók upp evru.
- 3. janúar - Rafræni gjaldmiðillinn Bitcoin var kynntur til sögunnar.
- 10. janúar - Hugmyndaráðuneytið tók til starfa á Íslandi.
- 13. janúar - Ólafur Þór Hauksson var ráðinn sérstakur saksóknari.
- 15. janúar – Farþegaflugvél nauðlenti á Hudsonfljóti við Manhattan. Allir 155 um borð lifðu af.
- 15. janúar - Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð á Íslandi.
- 20. janúar – Barack Obama tók við embætti forseta Bandaríkjanna, fyrstur blökkumanna í sögu Bandaríkjanna.
- 20. janúar – Mikil mótmæli urðu við Alþingishúsið. Um kvöldið var svo Óslóartréð brennt. Fyrsti dagur Búsáhaldabyltingarinnar.
- 21. janúar - Mótmæli áttu sér stað við Alþingi, Stjórnarráðið og Þjóðleikhúskjallarann, þar sem Samfylkingarfélagið í Reykjavík samþykkti ályktun um að slíta bæri stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Seinna um kvöldið kom til harðra átaka milli lögreglu og mótmælenda sem endaði með því að táragasi var beitt á Austurvelli.
- 26. janúar - Geir Haarde beiddist lausnar fyrir ráðuneyti sitt.
- 29. janúar - Framsóknarflokkurinn gaf það út að hann styddi minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna gegn því að þeir samþykktu að boða til stjórnlagaþings.
Febrúar[breyta | breyta frumkóða]
- 1. febrúar – Jóhanna Sigurðardóttir tók við starfi forsætisráðherra. Hún er fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands og fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingur í heimi til að gegna starfi forsætisráðherra.
- 26. febrúar - Svein Harald Øygard var skipaður seðlabankastjóri á Íslandi.
Mars[breyta | breyta frumkóða]
- 10. mars - Eva Joly var ráðin sem sérstakur ráðgjafi ríkistjórnar Íslands.
- 19. mars - Wikileaks birti fyrsta „ritskoðunarlistann“ yfir vefsíður sem ástralskir netþjónustuaðilar halda frá notendum.
Apríl[breyta | breyta frumkóða]
- 1. apríl – Albanía og Króatía gengu í NATÓ.
- 3. apríl - L-listinn dró framboð sitt til Alþingis til baka.
- 4. apríl - George Abela varð forseti Möltu.
- 6. apríl – Jarðskjálfti olli yfir 300 dauðsföllum og mikilli eyðileggingu í L'Aquila á Ítalíu. Skjálftinn mældist 6,3 á Richter-kvarða.
- 7. apríl - Stöð 2 greindi fyrst frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þegið 30 milljónir króna í styrk frá FL Group. Úr varð Styrkjamálið.
- 7. apríl – Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að skipa öryggissveitum fyrir um manndráp og gíslatökur.
- 19. apríl - Bandaríski sjónvarpsþátturinn Cake Boss hóf göngu sína á TLC.
- 21. apríl - Vísindamenn frá Stjörnuskoðunarstöðinni í Genf tilkynntu uppgötvun plánetunnar Gliese 581 e.
- 24. apríl – Alþjóða heilbrigðisstofnunin varaði við svínaflensufaraldri eftir að svínaflensa tók að breiðast út í Mexíkó.
- 25. apríl - Alþingiskosningar voru haldnar.
- 28. apríl - Íslenska varðskipið Þór var sjósett í Chile.
Maí[breyta | breyta frumkóða]
- 12. maí - Samtök Fullveldissinna voru stofnuð gegn hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu.
- 16. maí - Alexander Rybak sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2009 með laginu „Fairytale“. Jóhanna Guðrún náði öðru sæti með laginu „Is it true“.
- 18. maí – Tæplega 26 ára löngu borgarastríði á Srí Lanka lauk með sigri stjórnarhersins.
- 19. maí - Bandaríski sjónvarpsþátturinn Glee hóf göngu sína.
- 25. maí – Norður-Kórea tilkynnti að landið hefði gert vel heppnaða kjarnorkutilraun. Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu tilraunina.
Júní[breyta | breyta frumkóða]
- 1. júní – Dularfullt flugslys varð yfir Atlantshafi þegar farþegaflugvél á leið frá Brasilíu til Frakklands hvarf. Orsök slyssins er óþekkt og aðeins lítill hluti af flugvélarbrakinu og líkum farþega hefur fundist.
- 8. júní – Mótmælt var við Alþingi og var smápeningum kastað á húsið. Daginn eftir stóð í Morgunblaðinu að eldar hefðu verið slökktir en ekki reiði.
- 12. júní – Mahmoud Ahmadinejad var endurkjörinn forseti Írans. Fjölmenn mótmæli stóðu yfir í nokkrar vikur eftir kosningarnar, þrátt fyrir tilraunir yfirvalda til að brjóta þau á bak aftur.
- 21. júní – Grænland fékk aukna sjálfsstjórn. Grænlenska varð opinbert tungumál landsins.
- 25. júní – Bandaríski tónlistarmaðurinn Michael Jackson lést úr hjartaáfalli.
- 25. júní - Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu.
Júlí[breyta | breyta frumkóða]
- 10. júlí – Hótel Valhöll á Þingvöllum brann til kaldra kola.
- 16. júlí - Alþingi Íslendinga samþykkti með 33 atkvæðum gegn 28 (tveir sátu hjá) að senda umsókn um aðild til Evrópusambandsins. Allir flokkar voru klofnir í afstöðu nema Samfylkingin.
- 23. júlí - Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, lagði formlega fram aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu.
- 31. júlí – Seint um kvöld var allt tiltækt slökkvilið í Reykjavík kallað út vegna bruna á Vatnsstíg 4.
- 31. júlí - Björgólfur Guðmundsson var úrskurðaður gjaldþrota í héraðsdómi Reykjavíkur.
Ágúst[breyta | breyta frumkóða]
- 28. ágúst - Umdeild lög um ríkisábyrgð vegna milliríkjadeilna sem kenndar eru við Icesave voru samþykkt á Alþingi.
September[breyta | breyta frumkóða]
- 1. september - Útvarpsstöðin Kaninn hóf útsendingar á Íslandi. (Í dag heitir stöðin K100 og er starfrækt af fjölmiðlafyrirtækinu Skjánum).
- 2. september - Íslenska kvikmyndin Reykjavik Whale Watching Massacre var frumsýnd.
- 25. september – Eldur kom upp í Höfða á aldarafmæli hússins.
- 30. september - Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði af sér vegna ósamkomulags innan annarrar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um Icesave-málið.
Október[breyta | breyta frumkóða]
- 9. október – Milljónatjón varð í óveðri um allt land.
- 15. október – Bóluefni gegn svínaflensu kom til landsins.
- 19. október – Fyrsti Íslendingurinn lést úr svínaflensu.
- 21. október – Mengun var mótmælt á Miklubraut.
- 26. október – Tilkynnt var að McDonald's á Íslandi yrði lokað.
Nóvember[breyta | breyta frumkóða]
- 1. nóvember - Metro opnaði.
- 14. nóvember - Haldinn var um 1.500 manna þjóðfundur í Laugardalshöll í Reykjavík um framtíðarstefnu Íslands.
- 24. nóvember - Kraftlyftingafélag Akraness var stofnað.
Desember[breyta | breyta frumkóða]
- 8. desember - Framtakssjóður Íslands var stofnaður.
- 10. desember - Bandaríska kvikmyndin Avatar var frumsýnd.
Ódagsettir atburðir[breyta | breyta frumkóða]
- Tölvuleikurinn FarmVille var gefinn út.
- Stjórnmálaflokkurinn Australian Sex Party var stofnaður.
- Póllandsbolti var kynntur til sögunnar á þýskri spjallsíðu.
- Íslenska hljómsveitin Myrká var stofnuð.
- Athæfið „að planka“ vakti athygli fjölmiðla um allan heim.
- Gagnagrunnur um tengsl manna í íslensku viðskiptalífi, Rel8, var gefinn út.
- Hvalskurður hófst á ný í Hvalstöðinni í Hvalfirði eftir 20 ára hlé.
Dáin[breyta | breyta frumkóða]
- 20. janúar - Helgi Hálfdanarson, íslenskur þýðandi (f. 1911).
- 27. janúar – John Updike, rithöfundur (f. 1932).
- 5. febrúar - Albert Barillé, franskur teiknimyndahöfundur (f. 1920).
- 31. mars – Raul Alfonsin, forseti Argentínu (f. 1927).
- 8. apríl – Haraldur Bessason, íslenskur fræðimaður og rithöfundur (f. 1931).
- 19. apríl - J. G. Ballard, breskur rithöfundur (f. 1930).
- 31. maí - George Tiller, bandarískur læknir (f. 1941).
- 3. júní - David Carradine, bandarískur leikari (f. 1936).
- 8. júní – Omar Bongo, forseti Gabon (f. 1935).
- 25. júní – Farrah Fawcett, bandarísk leikkona (f. 1947).
- 25. júní – Michael Jackson, bandarískur tónlistarmaður og skemmtikraftur (f. 1958).
- 1. júlí – Karl Malden, bandarískur leikari (f. 1912).
- 6. júlí – Robert McNamara, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1916).
- 17. júlí – Walter Cronkite, bandarískur fréttamaður (f. 1916).
- 31. júlí – Bobby Robson, enskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. 1933).
- 1. ágúst – Corazon Aquino, forseti Filippseyja (f. 1933).
- 6. ágúst – John Hughes, bandarískur leikstjóri, framleiðandi og höfundur (f. 1950).
- 13. ágúst – Les Paul, bandarískur tónlistarmaður (f. 1915).
- 18. ágúst – Kim Dae-jung, forseti Suður-Kóreu (f. 1924).
- 25. ágúst – Edward Kennedy, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1932).
- 26. ágúst - Ingvi Sigurður Ingvarsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og sendiherra (f. 1924).
- 6. september – Helgi Hóseasson, íslenskur mótmælandi (f. 1919).
- 12. september - Norman Borlaug, bandarískur verkfræðingur (f. 1914).
- 14. september – Patrick Swayze, bandarískur leikari (f. 1952).
- 29. september - Peter Foote, enskur textafræðingur (f. 1924).
- 6. október - Hjalti Gestsson, íslenskur búfræðingur (f. 1916).
- 24. október – Flosi Ólafsson, íslenskur leikari, leikstjóri, og rithöfundur (f. 1929).
- 8. desember - Tavo Burat, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1932).
- 20. desember – Brittany Murphy, bandarísk leik– og söngkona (f. 1977).
- 28. desember - James Owen Sullivan (The Rev), tónlistarmaður (f. 1981).
Nóbelsverðlaunin[breyta | breyta frumkóða]
- Eðlisfræði – Charles K. Kao, Willard S. Boyle, George E. Smith
- Efnafræði – Venkatraman Ramakrishnan, Thomas A. Steitz, Ada E. Yonath
- Lífeðlis- og læknisfræði – Elizabeth Blackburn, Carol W. Greider, Jack W. Szostak
- Bókmenntir – Herta Müller
- Friðarverðlaun – Barack Obama
- Hagfræði – Elinor Ostrom, Oliver E. Williamson