Heimasíða —
Vantar þig smá innblástur fyrir næstu dvöl? Byrjaðu leitina á þessari síðu. Hér finnur þú þá borgaráfangastaði sem mælt er með fyrir þig. Ef þú hefur nú þegar ákveðið dvalarstaðinn, notaðu þá leitargluggann til að finna fullkominn dvalarstað. Við munum einnig vista leitarniðurstöðurnar þínar undir „Skoðuð hótel“ ef þú ákveður að bóka síðar.
Leitarniðurstöður —
Þú getur afmarkað leitina þína á ýmsa vegu fyrir hótel, íbúðir, gistiheimili og mörg önnur gistirými. Notaðu síurnar til að flokka eftir verði, stjörnugjöf, aðbúnaði/þægindum eða tegund gistirýmis. Finndu bestu hverfin sem innifela fræg kennileiti, verslunarsvæði eða aðra áhugaverða staði á auðveldan hátt með fellilistanum efst á síðunni. Þú getur einnig notað landakortin til að fá betra yfirlit yfir hvar þú munt dvelja í tengslum við aðra áhugaverða staði.
Síða gistirýmis —
Þegar valið hefur verið ákveðið getur þú notað þessa síðu til þess að sjá hvað er í boði. Hvernig lítur gistirýmið út? Hverjir eru toppeiginleikar eða þægindi í boði? Hafa aðrir gestir notið dvalarinnar? Upplýsingar varðandi heildarkostnað dvalarinnar, bókunarskilyrði og greiðslumáta, sem og okkar áheit um besta verðið er einnig á þessari síðu.
Til þess að halda áfram með bókunina, veldu einfaldlega herbergistegund, þann fjölda herbergja sem þú þarft og smelltu á „Bóka núna.“
Að klára bókun —
Sláðu einfaldlega inn upplýsingar, nöfn gesta og þær séróskir sem þú hefur varðandi gistinguna í gegnum örugga greiðslusvæðið á síðunni. Við munum einnig biðja þig um kreditkortaupplýsingar, sem eru eingöngu nauðsynlegar til að tryggja bókunina. Sum gistirýmin bjóða einnig upp á þann valkost að bóka dvöl án kreditkorts. Í þeim tilvikum eru upplýsingar um greiðslumáta ekki nauðsynlegar.
Ábending: Hægt er að forðast óþarfa fyrirhöfn með því að búa til Mitt Booking.com síðu. Þú getur einnig vistað kreditkortaupplýsingar fyrir fljótlegra bókunarferli næst þegar þú heimsækir vefsíðuna.
Þetta er komið! —
Bókunin þín er staðfest. Þú getur skoðað bókunarupplýsingarnar þínar varðandi bókunina þína um leið og þú hefur lokið bókunarferlinu. Okkar staðfestingarsíða mun einnig innifela skilmála bókunarinnar þinnar og mikilvægar tengiliðsupplýsingar ef þú þarft að hafa samband við okkur.
Við munum einnig senda þér staðfestingartölvupóst, sem mun innifela allt sem þú þarft fyrir komandi dvöl.